Jafnrétti – Velferð – Vönduð vinnubrögð – Gagnsæi –  Íbúalýðræði – Ábyrg fjármálastjórn


Áfram Árborg vill að sveitarfélagið verði fallegt og nútímalegt sveitarfélag þar sem hver byggðakjarni fær að njóta sín á eigin forsendum.
Árborg er höfuðstaður Suðurlands í örum vexti og með fjölbreytt tækifæri til að skara fram úr í nýsköpun, mennta- og umhverfismálum. Árborg verður vel rekið sveitarfélag og eftirsóknarvert til að búa í með framúrskarandi þjónustu við alla íbúa og fyrirtæki. Þannig tryggjum við lífsgæði allra. 

Framtíðin er núna!

Stjórnsýsla

 • Aukum gagnsæi, gæði, fagleg vinnubrögð og heilbrigt aðhald 
  • Framsýni borgar sig
  • Aukum aðhald með umboðsmanni, gæða- og eftirlitsstjóra íbúa í Árborg
 • Bæjarstjóri skal vera fagráðinn og með reynslu af rekstri
 • Styrkjum faglega afgreiðslu í nefndum sveitarfélagsins
 • Opnum bókhald sveitarfélagsins
  • Þetta tryggir aðhald og upplýsingar til íbúa
 • Öll gögn og upplýsingar skulu vera aðgengileg á vef Árborgar
 • Sköpum aðgengilegan vef með öflugri rafrænni afgreiðslu
  • Sjálfsafgreiðsla í gegnum vef sparar tíma fyrir íbúa og fjármuni fyrir sveitarfélagið
 • Allar stöður á vegum Árborgar eiga að vera auglýstar
 • Allar upplýsingar skulu vera aðgengilegar á fleiri tungumálum
 • Mótum þjónustustefnu 
  • Einföldum og aukum aðgengi að þjónustu
  • Sendum erindin áfram, ekki íbúa og fyrirtæki á milli stofnana

Fjármál og rekstur

 • Fjárfestum til framtíðar í innviðum og fólki
 • Tryggjum sjálfbæran rekstur sveitarfélagsins með græna innkaupastefnu 
  • Samræmd innkaupastefna með hagkvæmni, umhverfismál og sjálfbærni í fyrirrúmi
 • Einföldun framsetningu fjárhagslegra upplýsinga
  • Opið bókhald
 • Fjölgum  tekjustofnum í samningum við ríkið
 • Lækkum skuldir sveitarfélagsins án skerðingar grunnþjónustu
 • Framkvæmdir á vegum Árborgar og hönnun þeirra skulu fara í opin útboð eða verðkannanir
  • Gerðir verði líftímaútreikningar á öllum framkvæmdum og viðhaldsáætlunum
 • Nýtum skattfé af ábyrgð og framsýni

Íbúalýðræði

 • Aukum íbúalýðræði og valddreifingu
 • Styrkjum hverfaráð allra byggðakjarna með valdheimildum og fjárráðum
 • Auðveldum íbúum að krefjast íbúakosningar og borgarafunda um málefni sín
  • Lækkum þakið úr 20% niður í 10%
 • Hverfaráð verði lýðræðislega kjörin í beinum íbúakosningum
 • Gerum reglulegar íbúakannanir um hvað íbúar vilja í nærsamfélaginu
 • Aukum aðgengi íbúa að kjörnum fulltrúum, bæjarstjóra, æðstu stjórnendum og upplýsingum
  • Viðtalstímar og svara fyrirspurnum fljótt og vel
 • Styrkjum samráð við íbúa um málefni sem tengjast þeim: „Ekkert um mig án mín“

Umhverfismál

 • Árborg verði í fremstu röð í umhverfismálum
  • Innleiðum heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna 
 • Uppfærum umhverfisstefnu Árborgar 
  • Umhverfisstefna skal ná yfir og taka til allra málaflokka sveitarfélagsins
 • Umhverfismál verði til hliðsjónar við allar framkvæmdir og þjónustu
 • Markvisst dregið úr umhverfisáhrifum rekstrar sveitarfélagsins
 • Aukum endurnýtingu, endurvinnslu og drögum úr almennu sorpi
 • Sorphirða sveitarfélagsins Árborgar endurspegli kröfur nútímans
  • Sorphirða endurspegli kröfur sem gerðar eru á íbúa um flokkun
 • Fráveitumálum verði komið í viðunandi horf í öllu sveitarfélaginu
  • Grófhreinsun hefjist á Selfossi sem fyrst
  • 2ja þrepa hreinsun hefjist um leið og nýja hreinsistöðin er tilbúin
  • Gerum ráð fyrir hertum lögum framtíðar og skipuleggjum 3ja þrepa hreinsun
  • Uppfærum fráveitu á Stokkseyri og Eyrarbakka sem uppfyllir kröfur og veitum skólpi lengra út í sjó
  • Skipuleggjum fráveitu og skólphreinsun á Ströndinni sem nýtist Tjarnarbyggð
  • Veitum ekki skólpi í Ölfusá og í fjörurnar fyrir framan þorpin á Eyrarbakka og Stokkseyri
 • Fjölgum grenndarstöðvum 
 • Endurskoðum opnunartíma gámasvæðis.
 • Aukum kolefnisbindingu í sveitarfélaginu
  • Eflum skógrækt

Skipulags- og byggingarmál

 • Skipuleggjum enn fallegri Árborg
  • Skipuleggjum vandlega við Ölfusá
  • Skipuleggjum vandlega verðmætar lóðir við nýju brúna
 • Fækkum bráðabirgðalausnum, fjölgum framtíðarlausnum
 • Eflum uppbyggingu húsnæðis á Eyrarbakka og Stokkseyri
 • Hver byggðakjarni fái að njóta sín á eigin forsendum
 • Styrkjum verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka
 • Klárum frágang miðbæja Eyrarbakka og Stokkseyris
 • Aukum uppbyggingu atvinnuhúsnæðis og grænum iðngörðum
 • Bætum Austurveg með tilkomu nýrrar brúar yfir Ölfusá
 • Allar lóðir á vegum sveitarfélagsins skal auglýsa
 • Fjölgum grænum svæðum í Árborg
 • Aukum umferðaröryggi í sveitarfélaginu
 • Stóraukum gerð göngu-, hjóla- og reiðstíga
 • Árborg verði leiðandi sem höfuðborg hjólreiða á Íslandi

Mennta- og æskulýðsmál

 • Frístundastyrkur fyrir öll börn 0-18 ára
 • Aukum sérfræðiaðaðstoð og þjónustu fyrir nemendur, foreldra og starfsfólks
 • Uppfærum og virkjum fjölmenningarstefnu í leik- og grunnskóla
 • Stuðlum að þróun og sveigjanleika í leikskólastarfi
  • Sköpum hvata til nýsköpunar í starfi leik- og grunnskóla
 • Styðjum ófaglært starfsfólk til að sækja sér menntun sem nýtist í starfi
 • Mótum fjárfestingastefnu íþrótta-, menninga- og frístundamannvirkja
 • Aukum samstarf allra skólastiga í sveitarfélaginu
 • Valdeflum ungt fólk og tryggjum áhrif þeirra innan sveitarfélagsins
 • Eflum fjármála- og tæknilæsi, hinseginfræðslu, list- og verkgreinar, umverfisvitund ásamt kynfræðslu á öllum skólastigum og fyrir alla íbúa

Húsnæðismál

 • Aukum aukið lóðaframboð fyrir óhagnaðardrifin leigufélög
  • Bjarg er einungis fyrir félagsfólk ASÍ og BSRB
  • Brynja er einungis fyrir öryrkja
 • Mótum húsnæðisáætlun til framtíðar
  • Þetta á að tryggja gagnsæi um hvenær félagslegt húsnæði og húsnæði fyrir fólk með fatlanir fara í framkvæmd og verði tilbúið.
 • Aukum félagslegt húsnæði fyrir efnaminni fjölskyldur og einstaklinga
  • Útrýmum biðlistum
 • Fjölgum húsnæði fyrir fólk með fatlanir
  • Útrýmum biðlistum
 • Bætum viðhaldsáætlun fasteigna
 • Semjum við ríkið um fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldra fólk og fatlaða
 • Berjumst fyrir sjálfstæðum búsetuúrræðum í heimabyggð

Atvinnumál

 • Mótum atvinnustefnu til framtíðar í öllum byggðakjörnum
 • Árborg verði jarðvegur nýsköpunar
  • Styðjum við nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífinu
  • Styðjum við nýsköpun í matvælaframleiðslu
   • Deilieldhús
 • Sköpum samkeppnishæf starfsskilyrði fyrirtækja 
  • Virkjum einkaframtakið og athafnafrelsi
 • Styðjum við fjölbreytta ferðaþjónustu 
 • Eflum sérkenni þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu
 • Styðjum sérstaklega við atvinnuuppbyggingu á ströndinni í samráði við íbúa
 • Leysum heita- og kaldavatnsmál í sveitafélaginu til atvinnuuppbyggingar og  fyrir íbúa
 • Aukum samstarf við Orkideu um ný- og verðmætasköpun á Suðurlandi
  • Orkunýting og sjálfbærni í matvælaiðnaði ásamt líftækni

Fjölskyldumál

 • Sköpum fjölskylduvænt samfélag
 • Brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla
  • Styðjum foreldra til aukinna gæðastunda með fjölskyldunni með niðurgreiðslu til heimila.
  • Gefum fjölskyldum meira valfrelsi, Notum fjölbreyttar lausnir, 
 • Eflum foreldrafræðslu og námskeið í leik- og grunnskólum Árborgar
 • Aukum Hinsegin fræðslu fyrir foreldra, starfsfólk og nemendur skóla- og frístundastarfs í Árborg
 • Uppfærum þjónustu í takt við fjölbreyttar þarfir íbúa
 • Virðum sjálfsákvörðunarrétt, aukum valfrelsi og afstofnanavæðum
 • Eflum félagsleg úrræði fyrir fjölskyldur

Málefni fatlaðs fólks

 • Fjölgum NPA samningum
 • Árborg verði leiðandi sveitarfélag sem tryggi vandaða, góða og skilvirka þjónustu fatlaðra og aðstandenda þeirra.
  • Endurskoðum þátttöku sveitarfélagsins í byggðarsamlaginu Bergrisanum
 •   Samþykkjum og innleiðum aðgengisstefnu
  • Hún innihaldi algilda hönnun fyrir alla íbúa að aðgengi að þjónustu sveitarfélagsins 
  • Stuðlum að því að allir geti tekið þátt í samfélaginu með aðgengi að
   • Byggingum
   • Stofnunum
   • Upplýsingum
   • Útivistarsvæðum
 • Aukum virkni og atvinnutækifæri fyrir alla
 • Styrkjum þverfaglegt notendaráð fyrir fatlað fólk​
 • Valdeflum einstaklinga með fatlanir til sjálfshjálpar
  • Aðstoðum þá við að taka stjórn á eigin lífi.​
 • Hefjum innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks​

Þjónusta við eldri borgara

 • Styrkjum heimaþjónustu við eldri borgara
 • Eflum fjölbreytta búsetu eldra fólks
 • Samþættum heimahjúkrun við heimaþjónustu
 • Fjölgum lífsgæðakjörnum þar sem heimili og þjónusta eru tengd saman
 • Eflum og tryggjum skýra stjórnsýslulega stöðu öldungaráðs Árborgar
 • Verjum sjálfstæða búsetu í einkarými. 
  • Það er ekki boðlegt að bjóða fólki upp á tví- og þrímenningsherbergi 
  • Stöðvum hreppaflutninga eldra fólks
 • Þjónusta skal miða að þörfum eldra fólks 
  • Pörum skal gefinn kostur á að búa saman.

Menning og listir

 • Menningar- og nýsköpunarhús Suðurlands rísi í Árborg
  • Menningarhúsið henti fyrir tónleika, leiklist, myndlistarsýningar, listgjörninga og nýsköpun
 • Menningarsali á Eyrarbakka og Stokkseyri
 • Eflum skapandi greinar, menningar og listir
  • Nýsköpun, safnamenning, hæglætissamfélög (Cittaslow),
 • Aukum menningar- og listsköpun á öllum skólastigum
 • Styðjum við hugmyndaauðgi, fjölbreytileika, nýsköpun og listsköpun
 • Leitast skal við að vekja áhuga á skapandi greinum með því að hafa þær aðgengilegar í samfélaginu
  • Aðgengilegar til þátttöku, áhorfs og hlustunar.
 • Vinnum metnaðarfullt og kraftmikið starf í skapandi greinum
  • Skapandi greinar eru m.a.  sviðlistir, tónlist, myndlist, ritlist, ljósmyndun, hönnun, nytjalist, kvikmyndagerð, listdans o.fl.

Málefni hinsegins fólks

 • Þrýstum á framleiðslu góðra námsgagna fyrir jafnréttis-, hinsegin-, kynja- og kynfræðslu.
 • Styðjum við að félagsmiðstöðvar verði almennt hinseginvænni.
 • Aukum aðgengi að fræðslu og upplýsingum um málefni hinsegins fólks.
 • Fáum samninga við samtökin 78 
 • Innleiðum að í öllum nýbyggingum á vegum sveitafélagsins sé gert ráð fyrir kynlausum klefum og klósettum

Mannréttindi

 • Stöndum vörð um réttindi fólks af erlendum uppruna
  • Aukum aðgengi að upplýsingum á vegum sveitafélagsins á fleiri tungumálum
 • Vinnum gegn ofbeldi, einelti og misrétti í skólaumhverfinu
  • Hugum sérstaklega að stafrænu ofbeldi
 • Stuðlum að því  að réttindi íbúa séu ekki falin á bak við aðgengishindranir og mismuni þannig notendum eftir getu, baklandi, menningarlegum bakgrunni eða tungumálakunnáttu